Fyrsta-móment

Aðventan er svo dásamlegur og töfrandi tími, en oft þarf maður samt sem áður að minna sig á að njóta hans. Lífið er allskonar og auðvelt er að gleyma sér í öllum þeim verkefnunum sem upp koma. En hvað ef við myndum nú gefa sjálfum okkur þá gjöf í desember að forgangsraða því að njóta? Verkefni númer eitt, tvö og þrjú - njóta!

Við könnumst báðar við að vilja vera allt í öllu, gera allt svo ótrúlega extra og jafnvel bæta á okkur fleiri blómum en við ráðum við. Það er eiginlega það sem dró okkur saman í þetta verkefni til að byrja með. Þetta hefur auðvitað sína kosti og galla. En okkur langar að njóta meira og hvetja ykkur til að njóta desember mómentana, það er nefnilega ekkert þeim líkt.

Þess vegna mun með Jólaversluninni okkar fylgja  aðventu-blogg. Nú þegar fyrsti í aðventu er runnin upp langar okkur að deila með ykkur þrem hugmyndum af jólamómentum sem við ætlum okkur að njóta í vikunni í von um að við finnum fyrir meiri ró og jólatöfrum í desember. Er það ekki það sem þetta snýst um?

Fjölskylduferð í sund - hér er líka um að gera að bjóða vinum og ættingjum að slást með í för og njóta þannig mómentsins sem flest saman. Maður á það nefnilega til að reyna að plana ennþá fleiri hittinga í desember, ofan í allt annað og hér er því gott að slá tvær flugur í einu höggi.

Það sem við mælum með að þið prófið er að taka kvöldmatinn fyrir sundið. Elda kvöldmat stuttu eftir leikskóla/skóla/vinnu - borða í kringum 17 og skella ykkur svo í sund með hrein náttföt og skyrskvísu í töskunni. Það sofa líka allir betur eftir smá sund, win win!

Heimsækja jólamarkað eða jólahúsið - fyrsta vikan í desember er að okkar mati hinn fullkomni tími til að heimsækja t.d. Jólaþorpið í Hafnarfirði, Jólahúsið í Eyjafirði eða jólamarkaðinn í þínu bæjarfélagi!

Að heimsækja jólamarkað kemur manni alltaf í hátíðarskap enda fátt jafn skemmtilegt og að skoða fallegar vörur frá litlum fyrirtækjum eða fallegt handverk, drekka óhóflegt magn af kakó með rjóma, knúsa jólasveina og skella sér svo jafnvel á skauta. Dásamleg stund með fjölskyldunni og það er ekki annað hægt en að ganga burt með bros á vör, jólaskap í hjarta og jafnvel örlítið rauð í kinnum.

Jólabakstur - með fjölskyldunni eða sem smá hugleiðslu móment við kertaljós einn að kvöldi.
Jólakökur eru ómissandi partur að aðventunni og við hvetjum alla til að baka að minnsta kosti eina sort snemma í desember, þannig er hægt að njóta sem lengst.

Ætli flest íslensk heimili baki ekki hina sívinsælu lakkrístoppa, við erum engin undanþága og langar því að deila með ykkur okkar uppskrift af lakkrístoppum, með smá mómenta tvisti. Uppskriftin er einföld og fljótleg og ótrúlega bragðgóð og skemmtileg tilbreyting við þessa klassísku toppa.

  1. Stilltu ofninn á 150 gráður + blástur og settu bökunarpappír á ofnplötu
  2. Stífþeyttu saman eggjahvítur og púðursykurinn
  3. Saxaðu pistasíu kjarnana smátt svo þeir verða að fíngerðu kurli - gott að nota matvinnsluvél
  4. Blandaðu kurlinu, súkkulaðinu og megninu af pistasíukurlinu með sleif varlega við stífþeyttu eggin og sykurinn.
  5. Myndaðu toppa - gott að nota sprautupoka og klippa stórt gat en tvær teskeiðar koma manni líka ansi langt!
  6. Toppaðu þá með pistasíukurli
  7. Bakaðu toppana í 14 mínútur
  8. Njóttu toppanna og allra þeirra fallegu desember mómenta sem bíða þín!