Mómenta events
Hvort sem um ræðir árshátíð, fyrirtækjaviðburð, tónleika eða bara afmæli þá sjáum við til þess að hvert smáatriði sé á hreinu. Við trúum því að vel skipulagður viðburður eiga að vera upplifun sem tengir fólk, eykur ánægju og endurspeglar bæði gildi og persónuleika fyrirtækja.
Við nálgumst hvert verkefni af mikilli alúð og fagmennsku þar sem hugmyndaflug, skipulag og einlæga ástríða verða með markmiðið að skilja eftir okkur ógleymanleg MÓMENT.
Mómenta Events sér um hönnun og framkvæmd faglegra, fallegra og vel útfærðra viðburða. Við vinnum náið með viðskiptavinum til að tryggja að hver viðburður endurspegli þeirra ímynd, markmið og menningu. Við trúum því að til þess þurfi gott jafnvægi milli fagmennsku og sköpunargleði.
Við höfum mikla ástríðu fyrir hönnun, skipulagi og mannlegri upplifun og tryggjum þannig að hvert verkefni sé einstakt, markvisst og minnisstætt. Mómenta gerir þitt tilefni að ógleymanlegu mómenti!
Á bakvið Mómenta standa þær Ásta María og Karen Sif.
Ásta hefur fjölbreyttan bakgrunn í markaðsfræði, alþjóðaviðskiptum og verkefnastjórnun. Hún hefur einnig reynslu af almannatengslum, viðburðahaldi, útstillingahönnun og verslunarstjórnun, sem gerir hana bæði skipulagða og skapandi í nálgun sinni. Ásta hefur því unnið að mörgum fjölbreyttum verkefnum, hefur gott auga fyrir smáatriðum og hefur sterka hæfni í að tryggja hnökralausa framkvæmd.
Karen kemur úr viðburða- og þjónustustjórnun og hefur mikla reynslu af samskiptum við viðskiptavini, skipulagningu viðburða og daglegri rekstrarstjórnun. Karen rak kaffihúsið Melodía ásamt manninum sínum Andra, þar sem hún fékk sterka tilfinningu fyrir þjónustu, stemningu og upplifun gesta. Karen er lausnamiðuð og metnaðarfull með einstaka hæfileika til að skapa faglega og eftirminnilega viðburði.
Saman myndum við öflugt og vel jafnvægið teymi þar sem hugmyndaauðgi, sköpun og nákvæmni í framkvæmd mætast. Við teljum okkur búa yfir blöndu af faglegri færni og raunverulegri reynslu sem nýtist í viðburðum af öllum stærðum og gerðum. Saman deilum við sýn á mikilvægi fagmennsku, sjálfbærni, frumleika og óaðfinnanlegrar þjónustu sem gerir okkur bæði traustar og metnaðarfullar í þeim verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur.