Annað-móment
Þá er annar í aðventu runninn upp. Fyrsta vika mánaðarins var dásamleg í alla staði og heldur betur mikið notið. Náði í raun að prófa allar mínar eigin uppástungur frá fyrsta í aðventu og naut hvers augnabliks í botn. Hafnarfjörður er svo hátíðlegur og það er einhvern veginn eins og jólaþorpið smiti út frá sér og bærinn víða svo mikið og fallega skreyttur. Það má eiginlega bara alls ekki gleyma að gera sér ferð í jólaþorpið í desember.
Fyrsta vikan okkar hefur gengið svo vel. Við erum svo ótrúlega þakklátar fyrir öll fallegu orðin, fyrir alla sem hafa deilt síðunni okkar, samfélagsmiðlunum okkar og alla sem hafa gefið sér tíma til að skoða og versla hjá okkur vörur. Við eigum engin orð og höfum svo sannarlega fengið að njóta þess í vikunni að litla hugmyndin okkar sé orðin að veruleika. Móment sem maður þarf virkilega að fá að taka inn og njóta!
Fyrsta hugmyndin fyrir þessa vikunar getur verið svo einföld í framkvæmd að það er eiginlega synd að leyfa sér ekki að eiga þessa stund með fjölskyldunni í desember og njóta.
“Kvikmynda kvöld” með jólaþema - öll fjölskyldan saman upp í sófa eða rúm, undir sæng að horfa saman á góða jólamynd. Mín helstu meðmæli fær Klaus, stórgóð kvikmynd sem yljar manni svo sannarlega um hjartarætur. Popp, nammi, mandarínur eða smákökur allt leyfilegt með og hver og einn útfærir að sjálfsögðu eftir sínu höfði. Jafnvel að ég opni eina malt og appelsín í gleri með minni jólamynd.
Aðrar jólamyndir sem verða settar í tækið á þessu heimili í ár : The Holiday, Harry Potter, Home Alone, The Grinch & It’s a wonderful life.
Jólaljósa ganga - nú eru þeir sem skreyta langflestir búnir að því og því tilvalið að skella sér í hlýju fötin - föðurlandið, snjóbuxurnar - bara allan pakkann, borða kvöldmatinn snemma og draga svo alla fjölskylduna út í smá heilsubóta göngu eftir kvöldmat, jafnvel með kakó eða kaffi í ferðamáli.
Þrjátíu mínútur af fersku lofti gera okkur svo ótrúlega gott, bæði líkamlega og andlega en góður félagsskapur og falleg jólaljós setja svo algjöran punkt yfir i-ið og gera upplifunina ennþá betri.
Bara rölta um í rólegheitum, spjalla um daginn og veginn, sötra kakó og skoða öll fallegu ljósin og skreytingarnar - það þarf ekki einu sinni að fara út fyrir hverfið sitt til að upplifa svona jólamóment. Heima bíður svo eftir manni hlý sturta eða ef maður býr svo vel, bað!
Síðast en þó alls ekki síst að mínu mati er svo - Jólaföndur - en þrátt fyrir ekki svo ungan aldur er þetta algjörlega móment sem ég get átt með sjálfri mér þó það geti verið rosalega gaman að föndra saman líka. Einhverskonar hugleiðsla og nostalgía sem gott er að njóta í rólegaheitum, einn með sjálfum sér.
Í vikunni sem leið föndraði ég aðeins heima og langar að deila með ykkur þessu ótrúlega einfalda jólaskrauti en í það þarf einungis:
- Skæri, límbyssu og gjafaborða
- ég notaði Jólasveinarauða velvet borðann okkar
Ég klippti niður 12x15 cm borða og bjó til slaufu úr öllum 12.
Ég límdi þá síðan saman á hliðunum með límbyssunni og bjó til einskonar slaufu-lengju.
Kom svo ótrúlega vel út og vá, hvað væri fallegt að gera svona á jólatréið!
Mín fær að hanga á spegli til að skreyta aðeins stofuna en ég elska þetta slaufu-trend sem er búið að vera síðustu ár og get alveg fundið leiðir til að koma þeim fyrir á ýmsum stöðum. Alltaf fallegt að skreyta með þeim glösin í jólaboðinu, setja á kertastjaka, jólatré eða greinar en ég notaði einmitt límbyssu til að líma slaufur á kertavasana mína og fannst það líka koma rosa vel út!
Gleðilegan annan í aðventu og enn og aftur, takk takk takk fyrir okkur!
Gjafaborðar - fullkomnir í föndrið…
-
Velvet borði - Grenigrænn - 20m
Almennt verð 1.690 ISKAlmennt verðÚtsölu verð 1.690 ISK -
Velvet borði - Glöggrauður - 20m
Almennt verð 1.690 ISKAlmennt verðÚtsölu verð 1.690 ISK -
Límband - 2 rúllur + statíf
Almennt verð 1.290 ISKAlmennt verðÚtsölu verð 1.290 ISK -
Velvet borði - Jólasveinarauður - 20m
Almennt verð 1.690 ISKAlmennt verðÚtsölu verð 1.690 ISK