Skilmálar
Skilmálar
Þessir skilmálar gilda um öll viðskipti í vefverslun, Mómenta.is, kt.770422-1000, heimilisfang Þykkvibær 21. Með því að panta vörur samþykkir viðskiptavinur eftirfarandi skilmála.
Greiðsla vöru
Öll verð í vefversluninni eru með virðisaukaskatti og reikningar eru gefnir út með vsk. Allar greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslugátt Teya. Að lokinni greiðslu fá viðskiptavinir staðfestingu pöntunar í tölvupósti.
Við gerum fyrirvara um mögulegar innsláttarvillur, verðbreytingar og villur í birgðastöðu.
Afhending vöru - Dropp
Vörur eru sendar með Dropp innanlands, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Venjulegur afhendingartími er 0–3 virkir dagar frá staðfestingu pöntunar.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á að veita réttar sendingaupplýsingar.
Sendingarkostnaður birtist við greiðslu og bætist við heildarverð pöntunar.
Frí sending getur átt við ef það er sérstaklega auglýst.
Ef vara skemmist í sendingu eða týnist gilda skilmálar sendingaraðila - Dropp.
Afhending vöru - Sótt í Þykkvabæ 21, 110 Reykjavík
Viðskiptavinir geta valið að sækja vörur sér að kostnaðarlausu á lagerinn okkar í Þykkvabæ 21, 110 Reykjavík. Ef þetta er valið verður pöntunin tekin saman og tilbúin til afgreiðslu næsta föstudag milli 11-13. Þeir sem panta fyrir 11 á föstudegi geta sótt samdægurs milli 11-13.
Skilafrestur
Til skila vöru skal viðskiptavinur senda tölvupóst á momenta@momenta.is og skila vörunni innan 14 daga.
Vörur verða að vera óopnaðar, ónotaðar og í upprunalegum umbúðum.
Kaupandi ber kostnað af skilasendingu nema um gallaða eða ranga vöru sé að ræða.
Eftir að vara hefur borist og staðfest er að hún sé í fullkomnu ástandi, fer endurgreiðsla fram innan 14 daga með sama greiðslumáta og notaður var við kaup.
Undantekning frá skilarétti á við ef um sérpantaðar vörur er að ræða, vörur sem hafa verið opnaðar og/eða notaðar sem og vörur sem teljast viðkvæmar eða hreinlætisvörur.
Kvartanir eða gallar
Ef vara reynist gölluð, skal hafa samband við Mómenta innan sanngjarns tíma frá því galli kemur í ljós. Við munum annað hvort - skipta út vörunni eða endurgreiða kaupverð eftir atvikum.
Ef ágreiningur rís milli viðskiptavinar og Mómenta um galla eða þjónustu, getur neytandi leitað til Neytendastofu eða Kærunefndar neytendamála.
Vafrakökur - Cookies
Á vefnum notumst við við vafrakökur til að bæta og greina upplifun notenda.
Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun vafrakaka.
Þú getur breytt þínum stillingum til að hafna vafrakökum hvenær sem er.
Breytingar skilmála
Mómenta áskilur sér rétt að breyta skilmálum hvenær sem er.
Þegar skilmálar eru uppfærðir taka þeir fyrirvaralaust gildi við birtingu á vef Momenta.is og gilda um allar nýjar pantanir frá þeim degi.
Momenta ehf.
Þykkvibær 21, 110 Reykjavík
Kt. 670422-1000 | VSK: 144598
Netfang: momenta@momenta.is
Vefur: https://www.momenta.is