Persónuvernd

Persónuverndarstefna Mómenta.is

Síðast uppfært: 24.nóvember 2025

Eigandi: Mómenta ehf., kt. 670422-1000
Heimilisfang: Þykkvibær 21, 110 Reykjavík
Netfang: Momenta@momenta.is

Yfirlit

Mómenta ehf. leggur ríka áherslu á að vernda persónuupplýsingar viðskiptavina sinna.
Þessi stefna útskýrir hvaða upplýsingar við söfnum, hvernig við notum þær og hvaða réttindi þú hefur samkvæmt lögum nr. 90/2018 og reglugerð (ESB) 2016/679 (GDPR).

Með því að nota vefinn momenta.is samþykkir þú vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt þessari stefnu.

Hvaða upplýsingum erum við að safna?

Við söfnum aðeins þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að vinna úr pöntunum, veita þjónustu og bæta upplifun notenda.
Þetta getur falið í sér:

Við pöntun:

  • fullt nafn

  • heimilisfang

  • netfang

  • símanúmer

  • pöntunar- og greiðsluupplýsingar (ath.: kortaupplýsingar eru unnar eingöngu af Teya)

Við heimsókn á vefinn:

  • IP-tölu

  • upplýsingar um tæki og vafra

  • vafrakökur (cookies)

Við geymum aldrei kortanúmer eða viðkvæmar greiðslugögn. Slíkar upplýsingar eru unnar af Teya, sem er vottað samkvæmt PCI-DSS öryggisstöðlum.

Lagagrundvöllur vinnslu (GDPR Article 6)

Vinnsla persónuupplýsinga byggir á eftirfarandi lagagrundvelli:

  • Framkvæmd samnings – til að vinna úr pöntunum, afhenda vörur og eiga í samskiptum vegna kaupa

  • Lagaskyldum – t.d. varðveisla bókhaldsgagna

  • Samþykki – t.d. fyrir markaðssamskiptum og vafrakökum

  • Lögmætum hagsmunum – t.d. greining á notkun vefverslunar til að bæta þjónustu

Hvernig notum við upplýsingarnar?

Við notum persónuupplýsingar til að:

  • vinna úr pöntunum og senda staðfestingar

  • afhenda vörur í gegnum Dropp

  • eiga samskipti vegna þjónustu

  • bæta vefinn og upplifun viðskiptavina

  • senda markaðssamskipti ef viðskiptavinur hefur samþykkt það

Gögn eru aðeins notuð í þeim tilgangi sem þau voru safnað til, nema lög krefjist annars.

Hver hefur aðgang að upplýsingunum?

Aðgang hafa eingöngu starfsmenn sem þurfa upplýsingarnar til að sinna starfi sínu, auk eftirfarandi þjónustuaðila:

Þjónustuaðilar:

  • Shopify – hýsir vefverslunina og vinnur persónuupplýsingar samkvæmt vinnslusamningi. Gagnageymsla getur átt sér stað utan EES, en Shopify notar viðeigandi öryggisráðstafanir (t.d. Standard Contractual Clauses).

  • Teya – vinnur greiðsluupplýsingar og sér um greiðsluafgreiðslu.

  • Dropp – fær afhendingarupplýsingar til að senda vörur.

  • Bókhaldskerfi og endurskoðandi – til að uppfylla lagaskyldur.

Þessir aðilar mega ekki nota gögnin í öðrum tilgangi.

Hvernig og hversu lengi geymum við gögn?

  • Pöntunargögn: geymd í allt að 4 ár samkvæmt bókhaldslögum.

  • Samskipti og kvittanir: geymd í samræmi við lagakröfur eða þar til viðskiptavinur óskar eftir eyðingu.

Gögn eru geymd á öruggan hátt og aðgangsstýrð kerfi notuð til að tryggja vernd þeirra.

Réttindi þín

Þú átt rétt á að:

  • fá aðgang að þínum gögnum

  • óska eftir leiðréttingu eða eyðingu

  • takmarka vinnslu

  • flytja gögn (data portability)

  • afturkalla samþykki hvenær sem er

Beiðnir skal senda á info@momenta.is og verða þær afgreiddar innan 30 daga.
Ef þú telur að vinnsla persónuupplýsinga sé ólögmæt getur þú leitað til Persónuverndar.

Öryggi upplýsinga

Mómenta notar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, m.a.:

  • SSL dulkóðun

  • aðgangsstýringar

  • reglulegar öryggisuppfærslur

Vafrakökur (cookies)

Momenta.is notar vafrakökur til að bæta virkni síðunnar, muna stillingar og greina notkun með tólum eins og Google Analytics.
Hægt er að hafna eða eyða vafrakökum í stillingum vafra, þó það geti takmarkað virkni vefsins.

Breytingar á persónuverndarstefnu

Mómenta áskilur sér rétt til að breyta þessari stefnu hvenær sem er.
Uppfærð útgáfa verður birt á momenta.is með uppfærðri dagsetningu.

Hafa samband

Mómenta ehf.
Þykkvibær 21, 110 Reykjavík
Kt. 670422-1000
Netfang: info@momenta.is
Vefur: https://www.momenta.is